Davíð Oddsson
Davíð Oddsson
DAVÍÐ Oddsson seðlabankastjóri hefur á undanförnum vikum átt í ítarlegum viðræðum við seðlabanka beggja vegna Atlantsála, að því er fram kom í viðtali Kastljóssins í gær.

DAVÍÐ Oddsson seðlabankastjóri hefur á undanförnum vikum átt í ítarlegum viðræðum við seðlabanka beggja vegna Atlantsála, að því er fram kom í viðtali Kastljóssins í gær.

Davíð rakti þar samskiptin við erlenda seðlabanka og sagðist hafa átt í „mjög margvíslegum viðræðum við seðlabankastjóra stórra landa og reyndar bréfaskiptum líka“.

„Ég hef átt í miklum viðræðum við Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, [Jean-Claude] Trichet, forseta evrópska seðlabankans, og ég hef [...] margoft rætt við Tim Geithner, bankastjóra seðlabanka Bandaríkjanna í New York, sem er í stjórn bandaríska seðlabankans og sér um slíka hluti. Og núna síðast að þá vorum við komnir dálítið langt í viðræðunum og bæði Geithner og [Donald L.] Kohn, sem er einn af forsetum seðlabankans í Washington, voru komnir í málið og það var búið að bera það undir [Ben] Bernanke [seðlabankastjóra Bandaríkjanna],“ sagði Davíð og hélt áfram.

Fá ekki sömu fyrirgreiðslu

„Svo varð niðurstaðan sú, eftir athugun Bandaríkjamanna, að að þessu sinni að þá ætluðu þeir ekki að veita okkur sömu fyrirgreiðslu eins og Dönum, Norðmönnum og Svíum [...] Við útskýrðum það fyrir þeim, eða reyndum það [...] að þeir yrðu að átta sig á því að við værum talin í hópi Norðurlandanna og þess vegna myndi það vekja meiri athygli og verða skaðlegt fyrir okkur ef við værum ekki með.

En það er ekki víst að þeir hafi alveg áttað sig á því samhenginu, en við höfum átt mjög miklar og ágætar viðræður við þá.“

baldura@mbl.is