„Það eru ekki komin drög að nýjum lögum og það á eftir að verða meiri umræða um málið í samfélaginu, en undirbúningsferlið er í sjálfu sér skammt á veg komið,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um...

„Það eru ekki komin drög að nýjum lögum og það á eftir að verða meiri umræða um málið í samfélaginu, en undirbúningsferlið er í sjálfu sér skammt á veg komið,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um örorkumatskerfið. Samkvæmt ályktun aðalfundar ÖBÍ í byrjun mánaðarins segir að bandalagið hvetji stjórnvöld til að endurskoða þá ákvörðun sína að taka upp nýtt örorkumatskerfi um næstu áramót.

„Það þarf lengri tíma til að vinna að nýju mati og skoða hvernig útfærslan á þessu verður í kjölfarið,“ segir Halldór.

„Í ályktuninni kemur einnig fram að bandalagið fagni nefndarvinnu sem nú er í fullum gangi til einföldunar almannatryggingakerfisins en það er mikilvægt að draga úr tekjuskerðingum öryrkja,“ segir Halldór. Bandalagið skorar jafnframt á stjórnvöld að grípa til aðgerða með því að hækka bætur almannatrygginga vegna slæms efnahagsástands þjóðarinnar. asab@24stundir.is