Í Finnlandi Ólöf er nú stödd í Finnlandi þar sem kærasti hennar og barnsfaðir Ragnar Ísleifur Bragason stundar nám.
Í Finnlandi Ólöf er nú stödd í Finnlandi þar sem kærasti hennar og barnsfaðir Ragnar Ísleifur Bragason stundar nám.
ÓLÖF Arnalds lauk nýverið þrennra tónleika ferð til New York-borgar.

ÓLÖF Arnalds lauk nýverið þrennra tónleika ferð til New York-borgar. Kraumur – tónlistarsjóður og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið við tónleikaferðina og voru fyrstu tónleikarnir haldnir á tónlistarhátíð útvarpsstöðvarinnar East Village Radio, þar sem fram komu m.a. Boris, Mark Ronson, KRS-One, Flying lotus, Awsome Color og High places.

Skúli Sverrisson deildi sviði með Ólöfu á öðrum tónleikunum sem fram fóru á tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge en þeim til aðstoðar á sviðinu var einvala lið tónlistarfólks; Laurie Anderson, Peter Scherer, Okkyung Lee, Shahzad Ismaily, Sam Amidon og Nico Muhly. Dagblöð og vefmiðlar New York-borgar sýndu tónleikunum mikinn áhuga og voru þeir valdir mest spennandi tónleikar dagsins af New York Times, Time Out, Flavorpill og The Onion. Þá má nefna að hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla mjög hátt undir höfði og lýsti áhuga á að bjóða Ólöfu í þátt sinn, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar.

Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan (einnig þekkt sem Kristín Anna Valtýsdóttir, fyrrverandi söngkona múm). Tónleikarnir hlutu m.a. frábæra dóma í Paste Magazine, sem áður hafði valið Við og við í 38. sæti af 100 bestu plötum ársins 2007.

Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu, en framundan er ferð á WOMEX-heimstónlistarhátíðina í Sevilla í lok þessa mánaðar.