Sökudólgar! Sé ennþá verið að leita að sökudólgum í kreppunni, eru þeir fundnir. Hljómsveitin Sökudólgarnir sendi nýlega frá sér plötuna Líf og fjör, sem inniheldur fimm lög.

Sökudólgar!

Sé ennþá verið að leita að sökudólgum í kreppunni, eru þeir fundnir. Hljómsveitin Sökudólgarnir sendi nýlega frá sér plötuna Líf og fjör, sem inniheldur fimm lög.

„Þetta er svona blúskennt rokkabillí í bland við kántrí og popp,“ segir söngvarinn og gítarleikarinn Skúli Þórðarson . „Við höfum verið starfandi með hléum í fjögur ár, en markmiðið með plötunni er að safna fyrir útgáfu á breiðskífu, því nóg er víst til af lögum,“ segir Skúli hress. Hverjum seldum diski fylgir óvæntur glaðningur.