Stjúpfjölskyldur eru fjölskyldur sem verða til þegar foreldrar hafa skilið og hefja sambúð með öðrum aðila. Á síðunni stjuptengsl.is eru ýmis ráð til fólks sem er að koma sér upp fjölskyldumynstri sem byggist á flóknari grunni en kjarnafjölskyldan.

Stjúpfjölskyldur eru fjölskyldur sem verða til þegar foreldrar hafa skilið og hefja sambúð með öðrum aðila. Á síðunni stjuptengsl.is eru ýmis ráð til fólks sem er að koma sér upp fjölskyldumynstri sem byggist á flóknari grunni en kjarnafjölskyldan. Að tengja saman barn og nýjan maka getur oft verið flókið ferli og ekki sakar að leita ráða um hvernig hægt er að standa sem best að því.

Á þessari síðu segir að stjúpfjölskyldur séu ekki eins og fjölskyldur þar sem parið/hjónin eiga öll börnin saman. Í hefðbundnum kjarnafjölskyldum tengist foreldri barni sínu við fæðingu og uppeldið fer svo eftir gildismati foreldranna.

Í stjúpfjölskyldum flytur fólk saman, oft án þess að nokkur tengsl hafi náð að myndast. Án tengsla getur verið erfitt að umbera pirrandi hegðun og annað gildismat en maður hefur sjálfur vanist.

Við sem búum í stjúpfjölskyldum verðum að vinna að því að verja tíma saman og um leið læra að virða og meta hvert annað og næra þá tilfinningu að vera hluti af fjölskyldunni. kyg