Seðlabankinn tilkynnti í gær að hann myndi hefja viðskipti á gjaldeyrismarkaði á föstu gengi. Átti gengi evru t.a.m. að vera 131 króna. Hins vegar fór minna fyrir viðskiptunum þegar á reyndi og því sveiflaðist gengi krónunnar töluvert í gær.

Seðlabankinn tilkynnti í gær að hann myndi hefja viðskipti á gjaldeyrismarkaði á föstu gengi. Átti gengi evru t.a.m. að vera 131 króna.

Hins vegar fór minna fyrir viðskiptunum þegar á reyndi og því sveiflaðist gengi krónunnar töluvert í gær. Í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings segir að til að viðhalda slíku gengisviðmiði þurfi trúverðugleika sem verði aðeins aflað með gjaldeyrisforða.

Reynt er að efla forðann nú með láni frá Rússlandi. bó