Reykingamönnum sem drekka eitt til tvö rauðvínsglös á dag er ekki eins hætt við að greinast með lungnakrabbamein og öðrum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á 84.000 karlmönnum í Kaliforníu.

Reykingamönnum sem drekka eitt til tvö rauðvínsglös á dag er ekki eins hætt við að greinast með lungnakrabbamein og öðrum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á 84.000 karlmönnum í Kaliforníu. Jafnframt voru könnuð áhrif bjórs og líkjöra, en þar fundust ekki tengsl við lækkaða tíðni. Chun Chao, sem stýrði rannsókninni, bendir þó á að tryggasta leiðin til að forðast lungnakrabbamein sé að halda sig frá tóbakinu. aij