VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar er á leið til aðstoðar við færeyska togarann Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A-Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri.
VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar er á leið til aðstoðar við færeyska togarann Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan A-Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Gæslunni barst beiðni um aðstoð á mánudagskvöld og varðskip hélt þegar til aðstoðar úr Reykjavíkurhöfn. Búist er við að það verði komið á staðinn um hádegi á fimmtudag. Að sögn skipverja er veður sem stendur gott á svæðinu, nokkur hafís en veðurspá góð.
Áætlað er að varðskipið dragi togarann til Akureyrar.