Þriggja ára drengur var hætt kominn þegar tyggjókúla festist í hálsinum á honum, sem var í ísnum Tyggjótrúði frá Kjörís.

Þriggja ára drengur var hætt kominn þegar tyggjókúla festist í hálsinum á honum, sem var í ísnum Tyggjótrúði frá Kjörís. Samkvæmt skráðum tilfellum hjá Forvarnahúsinu er þetta sjöunda alvarlega tilfellið á tæpum 12 árum þar sem barn lendir í lífshættu við það að boða ís með tyggjókúlu í. Fyrir tíu árum kom upp svipað tilfelli vegna sömu vöru. Ákvað framleiðandi þá að setja varúðarmerkingu á vöruna þar sem tekið var fram að ísinn gæti reynst varasamur börnum undir fimm ára aldri. Kjörís hefur nú tekið þá ákvörðun að innkalla Tyggjótrúðinn og hætta framleiðslu á honum með öllu. áb