GUÐRÚN Jóna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna hjá Aftureldingu næstu tvö árin.

GUÐRÚN Jóna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna hjá Aftureldingu næstu tvö árin.

Guðrún Jóna hefur verið aðstoðarþjálfari Helenu Ólafsdóttur hjá KR síðustu tvö ár en hætti hjá félaginu eins og Helena við lok leiktíðar.

Guðrún Jóna tekur við af Gareth O'Sullivan sem fyrir skömmu var ráðinn eftirmaður Helenar hjá KR. Afturelding varð í sjötta sæti í Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð en þá var liðið nýliði

Hún hefur þjálfað hjá KR meira og minna á árunum 1992-2004. Guðrún Jóna á að baki 336 leiki með meistaraflokki KR á 18 ára tímabili. Hún varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR. Hún er um leið leikjahæsti leikmaður félagsins í kvennaflokki. iben@mbl.is