Nú er þörf á nýjum hugmyndum, nýrri nálgun, nýrri hugmyndafræði. Þess vegna hlýtur að vera við hæfi að um þessar mundir skuli á fjörur okkar reka sýning á uppfinningum Leonardos da Vincis.
Nú er þörf á nýjum hugmyndum, nýrri nálgun, nýrri hugmyndafræði. Þess vegna hlýtur að vera við hæfi að um þessar mundir skuli á fjörur okkar reka sýning á uppfinningum Leonardos da Vincis. Gripirnir á þessari sýningu eru gerðir nákvæmlega eftir teikningum hans og sýna hvað listamaðurinn, heimspekingurinn og uppfinningamaðurinn var langt á undan sinni samtíð.
Á krepputímum hljóta afþreyingarkostir bókarinnar að blasa við. Bókin getur veitt félagsskap heilu kvöldin og ef hún er ekki í hillunni er hægt að sækja hana á bókasafnið. En hvernig bókmenntir eiga upp á pallborðið á þessum tímum? Leita menn í Fallið eftir Camus eða Ógleðina eftir Sartre, Mann í lausu lofti eftir Bellow eða Sjálfstætt fólk eftir Laxnes? Eða kannski bara Pollýönnu eða Birtíng til að átta sig á því að allt sem gerist er fyrir hinu besta.