Tónlistarhúsið Framkvæmdir við nýja ráðstefnu- og tónlistarhúsið eru í fullum gangi og nálægt áætlun.
Tónlistarhúsið Framkvæmdir við nýja ráðstefnu- og tónlistarhúsið eru í fullum gangi og nálægt áætlun. — Morgunblaðið/Ómar
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FRAMKVÆMDIR við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verða ekki stöðvaðar þrátt fyrir breytingar á rekstri Landsbankans, að sögn Helga S.

Eftir Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

FRAMKVÆMDIR við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verða ekki stöðvaðar þrátt fyrir breytingar á rekstri Landsbankans, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Portus, en félagið er að jöfnu í eigu Landsbankans og Nýsis og var stofnað sérstaklega um byggingu og rekstur hússins. Síðasta fjárhagsáætlun verksins hljóðaði upp á 14 milljarða króna en sú fjárhæð hefur væntanlega hækkað vegna hækkandi gengis og aukinnar verðbólgu.

Helgi segir að félagið sé að skoða sína stöðu og hvaða kostir eru uppi. Einhverja daga eða vikur geti tekið að greiða úr þeim málum. Rætt verði við samstarfsaðila verkefnisins, Austurhöfn, sem er eigu í ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Það verður einmitt eitt verkefna skilanefndar og nýrrar stjórnar Landsbankans að ákveða um framhald stórverkefna sem bankinn hefur tekið þátt í að fjármagna.