Menningar- og matarkvöld verður haldið í Molanum menningar- og tómstundahúsi ungs fólks í Kópavogi. Hverjir „Kokkurinn sem kom alla leið frá Ekvador ætlar að hafa til smárétti fyrir okkur,“ segir Íris Björk Kristjánsdóttir starfsmaður...

Menningar- og matarkvöld verður haldið í Molanum menningar- og tómstundahúsi ungs fólks í Kópavogi.

Hverjir

„Kokkurinn sem kom alla leið frá Ekvador ætlar að hafa til smárétti fyrir okkur,“ segir Íris Björk Kristjánsdóttir starfsmaður Molans.

„Síðan töluðum við við AFS og fulltrúar frá þeim ætla að mæta. Þetta eru krakkar sem eru nýkomnir úr ársdvöl í Ekvador og þau ætla að vera með kynningu fyrir okkur.“

Auk þess kemur ætlar strákur sem fluttist til Íslands frá Ekvador að ræða það hvernig er að hafa aðgang að þessum tveimur menningarheimum og ræða mismuninn á þeim. „Svo verður salsa Iceland með dansatriði í lokin,“ segir Íris.

Fyrir hverja?

„Það eru allir velkomnir og þetta er voðalega frjálst og óformlegt.“