* Þótt það sé ekki enn á hreinu hvort Rússar komi fjármálalífi Íslands til hjálpar má gera ráð fyrir að slíkt myndi breyta samskiptum landanna umtalsvert.

* Þótt það sé ekki enn á hreinu hvort Rússar komi fjármálalífi Íslands til hjálpar má gera ráð fyrir að slíkt myndi breyta samskiptum landanna umtalsvert. Telja má að með auknu pólitísku sambandi myndu menningarleg tengsl landanna aukast og þá er ekki úr vegi að velta því fyrir sér sérstaklega hvað við gætum átt í vændum frá þessum „nýju“ vinum okkar í austri.

Fyrir það fyrsta má slá því föstu að með þrýstingi Rússa myndu stigin hrannast inn frá Austur-Evrópuþjóðunum í næstu Evróvisjónkeppni og þá vitum við hvað gerist. Allar líkur eru á að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði boðið að leika undir á heimssýningarferðalagi Bolshoi-ballettsins og umtalsverðar líkur eru á að kósakkadans verði næsta unglingaæðið. Að lokum má reikna með að Trabant komi saman aftur og sendi frá sér plötu sem slær bæði Björk og Sigur Rós við í sölu.

Ja hérna. Fljótt á litið virðist allt mæla með þessum ráðahag.