Tómas Már Sigurðsson
Tómas Már Sigurðsson
TÓMAS Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir að áform um byggingu álvers á Bakka við Húsavík standi óhögguð þrátt fyrir fjármálakreppuna hér á landi. Verkið hafi vissulega tafist en áfram sé ötullega unnið við undirbúning.
TÓMAS Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir að áform um byggingu álvers á Bakka við Húsavík standi óhögguð þrátt fyrir fjármálakreppuna hér á landi. Verkið hafi vissulega tafist en áfram sé ötullega unnið við undirbúning. „Við höfum mikla trú á framtíð áls. Tímabundnir erfiðleikar hafa áhrif á alla markaði en til lengri tíma erum við bjartsýn,“ segir Tómas en ál hefur verið að lækka í verði líkt og fleiri hrávörur. Hann segir útflutningstekjur Fjarðaáls nema um 900 milljónum dollara á þessu ári. bjb@mbl.is