Sms-leikur Gametíví, þar sem safnað er peningum handa Ellu Dís Laurens, hefur gengið samkvæmt óskum. „Við erum alveg að nálgast 3000 sms sem var svona takmarkið,“ segir Sverrir Bergmann, annar stjórnandi Gametíví.

Sms-leikur Gametíví, þar sem safnað er peningum handa Ellu Dís Laurens, hefur gengið samkvæmt óskum.

„Við erum alveg að nálgast 3000 sms sem var svona takmarkið,“ segir Sverrir Bergmann, annar stjórnandi Gametíví.

Söfnunin fór í loftið fyrir rétt um viku og lýkur á morgun. Gametíví stendur reglulega fyrir sms-leikjum þar sem gefinn er alls konar varningur en í þetta skiptið var ákveðið að hafa leikinn einkar veglegan til að laða að fleiri þátttakendur.

Sverrir segir að undir venjulegum kringumstæðum berist um 1000 sms í hverjum leik þáttarins. Ljóst er að fjöldi skeyta hefur þrefaldast og því verða það um 300.000 krónur sem falla í hlut Ellu Dísar. Sverrir bætir við að það sé misjafnt hversu duglegir menn eru að senda inn skilaboðin. „Sumir hafa verið að senda aðeins fleiri sms en aðrir,“ segir Sverrir.

Fólk getur tekið þátt með því að senda sms-skeytið GTV PS3 á númerið 1900, hvert sms kostar 99 krónur og rennur allur ágóðinn óskiptur til Ellu Dísar Laurens. vij