BÓKIN Nafn mitt er rauður eftir nóbelsverðlaunahafann 2006, Orhan Pamuk, er nú komin út hjá Máli og menningu. Þetta er fyrsta bók hans sem gefin er út á íslensku.
BÓKIN Nafn mitt er rauður eftir nóbelsverðlaunahafann 2006, Orhan Pamuk, er nú komin út hjá Máli og menningu. Þetta er fyrsta bók hans sem gefin er út á íslensku.
Í bókinni segir frá soldáni í Istanbúl á sextándu öld sem felur fremstu skrifurum og myndlistarmönnum í ríki sínu að setja saman viðhafnarrit að evrópskum sið. Verkið er mikið hættuspil þar sem öll hlutbundin myndlist stangast á við ríkjandi trúarhugmyndir í landinu.