ÁKVEÐIÐ hefur verið að slá á frest framkvæmdum við uppbyggingu mannvirkja á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar í ljósi efnahagsástandsins.

ÁKVEÐIÐ hefur verið að slá á frest framkvæmdum við uppbyggingu mannvirkja á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar í ljósi efnahagsástandsins.

„Við munum fara í gegnum allar framkvæmdir á vegum bæjarins og reyna að seinka þeim sem kosta mikinn gjaldeyri,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri við Morgunblaðið. Jarðvegsskipti á KA-svæðinu hófust í síðustu viku en hafa nú verið stöðvaðar. Skv. samningi sem undirritaður var í júní verður komið upp gervigrasvelli með hitalögnum á svæðinu, flóðlýsingu og áhorfendastúku. Heildarkostnaður var áætlaður 171 milljón. Stór hluti kostnaðarins er vegna kaupa á gervigrasi og skynsamlegt að doka við, segir Sigrún.

Ekki er ljóst hve verkið tefst lengi, „en mér finnst KA-menn taka þessu með miklum skilningi. Ég er hæstánægð með samskipti við forsvarsmenn félagsins,“ sagði Sigrún Björk í gær. skapti@mbl.is