[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þ að er ljós í myrkrinu. Ekkja Bítilsins Johns Lennons, Yoko Ono, kemur hingað til lands í dag til að kveikja á friðarsúlunni í Viðey og afhenda friðarverðlaun. Oft var þörf en nú er nauðsyn að Íslendingar sjái einhvers staðar glætu.

Þ að er ljós í myrkrinu. Ekkja Bítilsins Johns Lennons, Yoko Ono, kemur hingað til lands í dag til að kveikja á friðarsúlunni í Viðey og afhenda friðarverðlaun. Oft var þörf en nú er nauðsyn að Íslendingar sjái einhvers staðar glætu. Friðarljós Yoko Ono er því smá huggun í því svartnætti sem flestir Íslendingar bera í brjósti sér þessa dagana. Friðarsúlan verður tendruð á fimmtudaginn, á afmælisdegi Johns Lennons, en að þessu sinni verður athöfnin látlaus. Í fyrra var mikið í lagt þegar kveikt var á friðarsúlunni í fyrsta skipti. Reykvíkingar geta því á næstu dögum virt fyrir sér friðarljósið.

V enjulegur launþegi getur ekki á nokkurn hátt skilið hvernig örfáir bankamenn gátu skuldsett Ísland svo í hæstu hæðir að ekki er mögulegt að bregðast við því án hjálpar utan úr heimi. Upphæðirnar sem um er rætt eru svo svimandi að það er ekki hægt að miða þær við nokkurn skapaðan hlut. Stundum voru menn að telja einbýlishús eða einkaþotur og nota sem viðmiðun. Stærstu blokkir eða bankar duga ekki til núna. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir boðar að nú sé unnið hörðum höndum í Ráðhúsinu til að tryggja að borgarbúar fái grunnþjónustu, að leikskólar og grunnskólar starfi áfram og að félagsleg þjónusta sé tryggð. Úps!!!

E n það er nauðsynlegt að skoða skondnu hliðina. Marteinn nokkur Mosdal hefur löngum barist fyrir Ríkisflokkinn. Flokkurinn sá er algjörlega á móti samkeppni og frjálsu markaðshagkerfi svo hann á vel við í dag. Til dæmis telur Marteinn að nóg sé að hafa eina gerð af gleraugum á markaðnum, svokölluð ríkisgleraugu. Og allir landsmenn ættu að hafa einungis einn vasa á buxunum sínum sem auðvelt er fyrir ríkisvaldið að seilast ofan í. Þá á aðeins einn vegur að liggja um landið, Aðalbraut ríkisins. Þeir sem vilja skemmta sér á erfiðum tímum geta fundið Martein Mosdal á Youtube og Myspace.

elin@24stundir.is