Steve Jones
Steve Jones
ÞRÓUN erfðamengis mannsins er að staðna vegna þess að eldri karlar eignast sjaldnar börn á Vesturlöndum, að mati Steve Jones, prófessors við University College í Lundúnum, eins þekktasta erfðafræðings Breta.

ÞRÓUN erfðamengis mannsins er að staðna vegna þess að eldri karlar eignast sjaldnar börn á Vesturlöndum, að mati Steve Jones, prófessors við University College í Lundúnum, eins þekktasta erfðafræðings Breta.

Jones færði rök fyrir þessari greiningu sinni í fyrirlestrinum „Þróun mannsins er á enda“ við skólann í gær, þar sem hann benti á að karlar sem eru komnir yfir 35 ára aldur séu líklegri en yngri karlar til að bera með sér stökkbreytingar í erfðamengi barna sinna.

Dagblaðið The Times fjallaði um fyrirlesturinn á vef sínum í gær, þar sem vitnað var til þeirrar greiningar Jones að þrír þættir varði mestu um þróun erfðamengis: Náttúruval, stökkbreytingar og tilviljanakenndar breytingar á erfðamenginu.

Segir Jones að eftir því sem karlar séu eldri þeim mun meiri líkur séu á að stökkbreytingar verði við frumuskiptingar í líkama þeirra. Sem dæmi hafi orðið um 300 frumuskiptingar á sæði 29 ára karls en yfir 1.000 þegar komið sé fram á fimmtugsaldur. baldura@mbl.is