Lára Stefánsdóttir | 7. október Hugsum um fólk Nú eru erfiðir tímar sem leggjast misvel í fólk og því nauðsynlegt að hyggja vel að andlegri heilsu landsmanna til að takast á við þau verkefni sem blasa við.

Lára Stefánsdóttir | 7. október

Hugsum um fólk

Nú eru erfiðir tímar sem leggjast misvel í fólk og því nauðsynlegt að hyggja vel að andlegri heilsu landsmanna til að takast á við þau verkefni sem blasa við.

Börn eru hugsandi fólk og því skiljanlegt að þau hafi áhyggjur af ástandi sem þau skilja ekki á sama tíma og foreldrar þeirra eru með miklar áhyggjur. Þar sem ég er í skólanefnd Akureyrarbæjar hef ég skrifað fræðslustjóra og skólanefnd bréf þar sem ég fer þess á leit að kallaður verði saman fundur skólastjórnenda og námsráðgjafa til að ræða hvernig best verður mætt áhyggjum barna og unglinga þessa dagana. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þeim traust umhverfi.

Við þurfum einnig að skoða málefni eldri borgara, ræða við þá og skoða hver þeirra staða er. Hvar er sparnaðurinn þeirra, er hann e.t.v. á einhverjum verðbréfasjóði sem hefur orðið fyrir áföllum? Nauðsynlegt er fyrir öldrunarstofnanir Akureyrarbæjar að skoða þessi mál vel....

lara.blog.is