Þyrluflug Æfingar eru í lágmarki.
Þyrluflug Æfingar eru í lágmarki. — Morgunblaðið/Júlíus
LANDHELGISGÆSLAN hefur enn dregið úr starfsemi sinni og nú hefur verið gripið til þeirra úrræða að stjórna starfseminni algerlega frá einum degi til annars vegna gengismála, olíuverðs og greiðslustöðu hjá stofnuninni almennt.

LANDHELGISGÆSLAN hefur enn dregið úr starfsemi sinni og nú hefur verið gripið til þeirra úrræða að stjórna starfseminni algerlega frá einum degi til annars vegna gengismála, olíuverðs og greiðslustöðu hjá stofnuninni almennt. Áhafnir á skipum og flugkosti Gæslunnar hreyfa sig ekki nema í brýnustu tilvikum hvort sem um er að ræða útköll eða nauðsynleg þjálfun áhafna. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar, segir að með því að draga úr starfsemi sé þó verið að auka öryggi eins og kostur er. „Við erum að gera okkur eins fært og mögulegt er að takast á við neyðarástand,“ segir hann. Georg segir áhafnir á tækjum Gæslunnar ekki stunda neinar æfingar nema þær nauðsynlegustu en flugáhafnir standa hins vegar nokkuð vel að vígi eftir ströng æfingaferli að undanförnu. orsi@mbl.is