Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
VIÐBRÖGÐ smárra hluthafa í Glitni og Landsbankanum, sem margir hafa tapað milljónum á undanförnum dögum, eru mismunandi, en ljóst að óánægja er mikil. Margir í þessum hópi eru sjálfir starfsmenn bankanna, sem fjárfestu í trú á eigin vinnustað.

VIÐBRÖGÐ smárra hluthafa í Glitni og Landsbankanum, sem margir hafa tapað milljónum á undanförnum dögum, eru mismunandi, en ljóst að óánægja er mikil. Margir í þessum hópi eru sjálfir starfsmenn bankanna, sem fjárfestu í trú á eigin vinnustað.

Eins og bófar

Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta og sparifjáreigenda, segir sögulega reynslu af fjármálafyrirtækjum hafa verið nokkuð góða þegar bankarnir voru einkavæddir. Þá hafi fólk verið hvatt til að kaupa í þeim og talað um dreift eignarhald. Margir hafi þá keypt hlutabréf sem voru í boði. Nú blasi hins vegar önnur mynd við.

Vilhjálmur var sjálfur hluthafi í Glitni og Landsbankanum, m.a. með varasjóð sem ætlaður var börnunum hans. „Það er sárt að finna það að þetta brenni upp á einni nóttu, vegna þess að menn hafa hagað sér eins og gangsterar,“ segir Vilhjálmur.

Fyrirgreiðsla frá bankanum

Annar hluthafi sem rætt var við vildi ekki koma fram undir nafni þar sem makinn vinnur hjá Glitni. Hann kvað þau hjónin hafa tapað 2,5 milljónum, um þriðjungi þess lausafjár sem heimilið átti. Heimilið standi óhaggað, en hann sé feginn því að vera ekki mjög skuldsettur á heildina litið. Hann segir ekki hafa verið þrýst á um kaupin af yfirmönnum, en þau hafi verið gerð smátt og smátt, oft með fyrirgreiðslu frá bankanum, svo sem lánum. „Ég ætla ekki að taka þetta nærri mér, en eflaust eru margir sem bera harm sinn í hljóði út af þessu.“ onundur@mbl.is