Á hliðarlínunni Kanye West.
Á hliðarlínunni Kanye West. — REUTERS
SKIPULEGGJENDUR Glastonbury stefna nú á að fá rapparann Kanye West til þess að koma fram á næstu hátíð, en sú ákvörðun þeirra að velja Jay-Z sem aðalnúmer í ár var mjög umdeild.

SKIPULEGGJENDUR Glastonbury stefna nú á að fá rapparann Kanye West til þess að koma fram á næstu hátíð, en sú ákvörðun þeirra að velja Jay-Z sem aðalnúmer í ár var mjög umdeild. Fastagestir hátíðarinnar sögðu að hún hefði í gegnum tíðina fyrst og fremst verið rokkhátíð og voru þeir ekki sáttir við að rapparar væru farnir að stela senunni. Til þess að forðast sömu vandræði mun Kanye West ekki verða auglýstur sem stærsti skemmtikrafturinn á hátíðinni.

Michael Eavis, skipuleggjandi Glastonbury-hátíðarinnar sagði í samtali við Bang Showbiz fréttaveituna: „Okkur þætti frábært að fá Kanye West, við erum mjög hrifin af honum. En ég myndi þá vilja að hann kæmi fram á hliðarsviði, ekki á aðalsviðinu. Á næsta ári ætlum við að byggja hátíðina meira á hefðbundnum atriðum.“