Spara mætti þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir ár hvert með því að ávísa lyfjum á sjúklinga með öðrum hætti en nú er gert, að því er segir í fréttatilkynningu frá Rannsóknastofnun um lyfjamál.

Spara mætti þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir ár hvert með því að ávísa lyfjum á sjúklinga með öðrum hætti en nú er gert, að því er segir í fréttatilkynningu frá Rannsóknastofnun um lyfjamál.

Til þess að meta hvað lyfjasóun kostar þjóðarbúið hvatti stofnunin í vor landsmenn til að skila lyfjum sem þeir væru hættir að nota inn í apótekin til förgunar en í gær fékkst ekki uppgefið hversu miklu magni var skilað né hversu mörgum milljónum er sóað.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstöðumaður stofnunarinnar, segir menn velta fyrir sér hvort núverandi greiðsluþátttökukerfi lyfja og afsláttarúrræði, sem auki líkurnar á að strax sé ávísað á stóra skammta, séu meginástæður lyfjasóunarinnar.