Barack Obama
Barack Obama
BARACK Obama, forsetaefni demókrata, hefur aukið forskot sitt á John McCain, forsetaefni repúblikana, ef marka má nýja skoðanakönnun sem náði til allra Bandaríkjanna. Könnun CNN bendir til þess að 53% líklegra kjósenda styðji Obama en 45% McCain.

BARACK Obama, forsetaefni demókrata, hefur aukið forskot sitt á John McCain, forsetaefni repúblikana, ef marka má nýja skoðanakönnun sem náði til allra Bandaríkjanna.

Könnun CNN bendir til þess að 53% líklegra kjósenda styðji Obama en 45% McCain. Munurinn hefur aukist um helming frá sams konar könnun sem gerð var um miðjan september þegar hann var fjögur prósentustig.

Könnunin bendir til þess að fylgi George W. Bush Bandaríkjaforseta sé minna en nokkru sinni fyrr, þ.e. 24%, sem er jafnmikið fylgi og Richard Nixon var með skömmu áður en hann sagði af sér árið 1974. Minnkandi fylgi Bush eru slæmar fréttir fyrir McCain því 56% aðspurðra sögðust telja að hann myndi halda stefnu forsetans.

Fjármálakreppan virðist einnig hafa stuðlað að auknu fylgi Obama. 68% aðspurðra sögðust treysta Obama til að takast á við kreppuna, átján prósentustigum fleiri en McCain. Þá bendir könnunin til þess að stuðningurinn við Söru Palin, varaforsetaefni repúblikana, hafi minnkað verulega. bogi@mbl.is