— Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Pattra Sriyanonge hefur gjarnan prýtt slúðurdálka blaðanna að undanförnu, en hún er kærasta knattspyrnukappans Arnars Gunnlaugssonar.

Pattra Sriyanonge hefur gjarnan prýtt slúðurdálka blaðanna að undanförnu, en hún er kærasta knattspyrnukappans Arnars Gunnlaugssonar. Hún hefur þó víðar komið við en í slúðurdálkum, því hún hefur leikið í tveimur bíómyndum, nokkrum auglýsingum og núna leikur hún lafði Duncan í leikritinu sem ekki má nefna, en við gerum það samt, Macbeth!

Fyrsta fjalarverkið

„Þetta er fyrsta reynsla mín á sviði og hún er mjög skemmtileg. Ég lék í Strákunum okkar fyrir nokkrum árum, var með lítið hlutverk í Stóra planinu og lék í Sony-auglýsingu sem var sýnd í Asíu. Þá var ég pönkkvendi í Vodafone-auglýsingu í sumar, sem varð til þess að ég fékk hringingu frá Stefáni og Vigni, sem vildu fá mig í verkið,“ segir Pattra, en þeir Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson leikstýra Macbeth, sem fékk óblíðar viðtökur Jóns Viðars gagnrýnanda.

„Við vorum nú búin undir þessa útreið, þannig að okkur sveið ekki eins illa undan henni. Ég vona bara að fólk vilji sjálft skera úr um hvort því líkar sýningin eða ekki,“ segir Pattra, sem stefnir ótrauð á leikkonuferil.

„Ég á enn nokkrar einingar eftir í menntaskóla, en þetta er tvímælalaust eitthvað sem mig langar til að gera,“ segir Pattra að lokum.