Létt dobl.
Norður | |
♠52 | |
♥KDG975 | |
♦Á1095 | |
♣4 |
Vestur | Austur |
♠G873 | ♠D64 |
♥2 | ♥10643 |
♦842 | ♦DG73 |
♣ÁKD87 | ♣G3 |
Suður | |
♠ÁK109 | |
♥Á8 | |
♦K6 | |
♣109652 |
Ísland tapaði 13-17 fyrir Póllandi í annarri umferð heimsleikanna (World Bridge Games) í Beijing. Munaði þar mestu um tvær harðar slemmur, sem Pólverjar sögðu og unnu. Í spilinu að ofan var Krzysztof Martens hins vegar einum of gráðugur. Makker hans vakti í vestur á Precision 2♣ og Hrannar Erlingsson kom inn á 2♥. Sveinn Rúnar Eiríksson krafði með 2♠ og sagði svo 3G við 3♥ Hrannars. Sú sögn gekk til Martens í austur, sem doblaði.
Níu slagir eru öruggir, en þar eð slík dobl eru iðulega byggð á styrk í líflit blinds kom Krzysztof Jassem út með ♥2. Sveinn þakkaði fyrir sig með því að taka tíu fyrstu slagina og 950 fyrir spilið. Á hinu borðinu spiluðu Pólverjar 4♥ og unnu fimm (650), þannig að Ísland vann 7 IMPa á spilinu.