„Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fékk skuldbreytingu hjá Lýsingu þannig að þetta yrði viðráðanlegra. Það hafði mikið að segja því hrun krónunnar hafði mjög slæm áhrif og þeir hafa sýnt því skilning.

„Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fékk skuldbreytingu hjá Lýsingu þannig að þetta yrði viðráðanlegra. Það hafði mikið að segja því hrun krónunnar hafði mjög slæm áhrif og þeir hafa sýnt því skilning. Maður vonast til að geta síðan staðið skil á þessu,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi.

24 stundir sögðu frá því í lok ágúst að hann hefði verið sviptur sérútbúnum vinnuvélum sínum vegna vanskila. Þann 4. september birtist svo frétt þess efnis að honum hefðu verið afhentar vélarnar á ný eftir söfnun nokkurra manna.

Ástþór lamaðist í bílslysi og notar því dráttarvélina við gegningar.

„Bindivélin var reyndar biluð þegar hún kom til baka en ég stefni að því að hún verði komin í lag fyrir næsta sumar,“ segir Ástþór en hann fékk lánaðar vélar til að klára að heyja.

„Ég vil þakka fyrir þann stuðning sem mér var sýndur. Það var alveg sérstakt hvað fólk brást vel við.“ aak