Margrét með moppuna á lofti Allir geta bætt sig og þegið góð ráð.
Margrét með moppuna á lofti Allir geta bætt sig og þegið góð ráð. — Morgunblaðið/Kristinn
Í Laugarneskirkju er boðið upp á hagnýt fræðslukvöld undir kjörorðinu Hagkvæmur rekstur og heimasæla en þar mun Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari vera með fræðslu um heimilishald.

Í Laugarneskirkju er boðið upp á hagnýt fræðslukvöld undir kjörorðinu Hagkvæmur rekstur og heimasæla en þar mun Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari vera með fræðslu um heimilishald.

„Við fjöllum um aðferðir til að lifa spart og vel,“ segir Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari sem gefur hollar og hagkvæmar uppskriftir að mat auk þess sem hún fjallar um geymslu og nýtingu matvæla.

„Fræðslan er í formi fyrirlestra,“ segir Margrét. „En svo spyr fólk eins og það langar og af því spretta oft líflegar umræður.“

En hvað er heimasæla og að lifa spart og vel?

„Heimasæla er að elda matinn sjálfur heima og leyfa börnunum að taka þátt í borðhaldinu. Sælan felst í því að taka sér tíma og búa til gæðastundir úr heimilishaldinu. Versnandi efnahagur fólks er bara verkefni sem þarf að takast á við og leysa. Því verkefni þarf ekki að kvíða,“ bætir hún við.

Margrét segir alla geta þegið ráð í heimilishaldinu því ávallt sé eitthvað sem megi laga og bæta. „Ég mæli með því að fólk geri áætlun um innkaup og hvað það ætli að borða í vikunni. Þannig verða innkaupin og matseldin markviss.

Þá finnst mér upplagt að kaupa mat á tilboði og setja í frystikistuna. Einnig að setja afganga og mat sem útlit er fyrir að verði ekki notaður í bráðina í frost, baka brauð og sleppa því að kaupa vörur eins og gos og snakk nema til hátíðabrigða,“ segir Margrét að lokum og gefur lesendum uppskrift og greinargóð ráð hér til hliðar.