Vladimír Pútín þætti betra að götur væru ekki nefndar eftir sér og styttur reistar af sér.

Vladimír Pútín þætti betra að götur væru ekki nefndar eftir sér og styttur reistar af sér. Þetta sagði Dmítrí Peskov, talsmaður forsætisráðherrans, eftir að borgarstjórn Grósný, höfuðborgar Tsjetsjeníu, nefndi aðalumferðaræð borgarinnar í höfuðið á forsætisráðherranum.

Peskov segir að Pútín muni ekki meina embættismönnum að nefna götur eftir sér, „en hann vildi frekar að þetta gerðist ekki“. Hógværð Pútíns nær lengra en til gatnakerfisins. „Þetta á jafnframt við styttur sem hafa verið reistar, myndir í skólabókum og svo framvegis. Almennt, þá styður hann þetta ekki,“ segir Peskov. aij