* Ofurbloggarinn Jens Guð hefur um nokkurt skeið haldið úti kosningu um þá hljómsveit sem fer mest í taugarnar á landanum. Þátttaka netverja hefur verið með nokkrum ágætum og nú þegar 1.
* Ofurbloggarinn Jens Guð hefur um nokkurt skeið haldið úti kosningu um þá hljómsveit sem fer mest í taugarnar á landanum. Þátttaka netverja hefur verið með nokkrum ágætum og nú þegar 1.200 manns hafa skilað atkvæðum sínum hefur Jens ákveðið að loka fyrir kosninguna. Ástæðuna segir hann þá að upp hafi komist um svindl í kosningunni þar sem fjöldi atkvæða hafi á stuttum tíma runnið til Sprengjuhallarinnar, eða allt að 150 atkvæði á nokkrum sekúndum. Kunningjar Jens gruna hins vegar Sprengjuhöllina sjálfa um græsku enda samræmist svindlið kímnigáfu sveitarinnar auk þess sem sigur í kosningunni gæti virkað sem góð auglýsing fyrir væntanlega plötu. Ekki er öll vitleysan eins.