Frá Þorvaldi Geirssyni: "HVERRA hagsmuna gæta stjórnarmenn fyrirtækja? Væntanlega eigenda, ekki rétt? Hverra hagsmuna gæta stjórnendur sjóða? Væntanlega eigenda fjármagns í sjóðunum, ekki rétt? Hverra hagsmuna gæta kjörnir fulltrúar alþingis og sveitarfélaga?"

HVERRA hagsmuna gæta stjórnarmenn fyrirtækja? Væntanlega eigenda, ekki rétt? Hverra hagsmuna gæta stjórnendur sjóða? Væntanlega eigenda fjármagns í sjóðunum, ekki rétt? Hverra hagsmuna gæta kjörnir fulltrúar alþingis og sveitarfélaga? Þeirra sem borga í kosningasjóði flokkanna, ekki rétt? En er það rétt? Þið eruð ótrúlega lélegir bæði kaupendur og seljendur því þið eruð tilbúnir til að selja land og þjóð fyrir krónur og aura. Það sem þið gátuð ekki gert með hundrað þúsundum, hversu betur tókst ykkur upp með eina milljón í vasanum, svo ekki sé minnst á hundrað milljónir eða milljarða. Hvar er trú ykkar og hvar dvelur hjarta ykkar? Þið hafið skaðað fjölskyldu ykkar, þjóð ykkar og land. Þið eruð ömurlegir. Þið eruð ekki framsýnir, þið gætið ekki að bróður ykkar, þið hugsið bara um sjálfa ykkur og hvað þið getið rifið og tætt í ykkur. Ef þið hefðuð einhverja æru þá mynduð þið skammast ykkar fyrir að selja land ykkar og þjóð á verði hæstbjóðanda. Ég skammast mín fyrir ykkur og það hryggir mig og það er dapurlegt að færir menn eins og þið leggist á sveif með falsi.

ÞORVALDUR GEIRSSON,

Breiðavík 8, Reykjavík.

Frá Þorvaldi Geirssyni

Höf.: Þorvaldi Geirssyni