ÞÓ AÐ Alþingi hafi verið undirlagt af aðgerðum vegna ástandsins á fjármálamörkuðum undanfarna daga hefur venjubundin starfsemi haldið áfram. Fjöldi þingmannamála hefur verið lagður fram.

ÞÓ AÐ Alþingi hafi verið undirlagt af aðgerðum vegna ástandsins á fjármálamörkuðum undanfarna daga hefur venjubundin starfsemi haldið áfram. Fjöldi þingmannamála hefur verið lagður fram. Mörg þeirra hafa verið lögð fram áður en ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu og þingmenn nota tækifærið í upphafi þings til að koma málum sínum á framfæri.

Reykherbergi og samkeppni

Jón Magnússon og fleiri þingmenn hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skemmtistaðir megi koma sér upp sérstökum reykherbergjum. Siv Friðleifsdóttir hefur ásamt þingmönnum allra flokka lagt fram þingsályktunartillögu um að Jafnréttisstofa hrindi af stað verkefni í því skyni að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum. Þá hafa Ásta Möller og fleiri flokkssystkini hennar úr Sjálfstæðisflokknum lagt til að viðskiptaráðherra geri athugun á því á hvaða sviðum ríkisstofnanir og -fyrirtæki séu í samkeppni við einkaaðila. halla@mbl.is