— 24stundir/Kristinn
„Ríkisstjórnin ber fullt traust til bankastjórnar Seðlabankans,“ sagði Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Þá sagðist hann sjálfur ekki gera ráð fyrir öðru en sitja út kjörtímabilið.

„Ríkisstjórnin ber fullt traust til bankastjórnar Seðlabankans,“ sagði Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Þá sagðist hann sjálfur ekki gera ráð fyrir öðru en sitja út kjörtímabilið.

Háværar raddir hafa verið um það í þjóðfélaginu að undanförnu að einhver verði að sæta ábyrgð á ástandinu í efnahagsmálum. Á blaðamannafundinum spurðu 24 stundir viðskiptaráðherra að því hvort það yrði gert en hann svaraði því til að nú væri ekki tími til að finna sökudólga. Fjármálaeftirlitið myndi hins vegar gera það í fyllingu tímans. Aðspurður hvort hann sjálfur myndi sitja áfram sem viðskiptaráðherra jánkaði hann því. Geir H. Haarde forsætisráðherra gerði í fyrstu gys að spurningu blaðamanns þegar hann var inntur eftir því hvort hann hygðist sitja áfram sem forsætisráðherra. Hann svaraði því síðan til að það hygðist hann gera og sagði engin áform uppi um að breyta um stjórn í Seðlabankanum. Fullt traust ríkti til hennar. lom