Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
TRYGGINGARSJÓÐUR innistæðueigenda gæti þurft að ábyrgjast um það bil 560 milljarða íslenskra króna vegna Icesave- reikninga Landsbankans.
Fjölmiðlafulltrúi í breska fjármálaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að gengið væri út frá því að íslenski tryggingarsjóðurinn myndi tryggja innistæður á Icesave-reikningum fyrir allt að 20.000 evrur á hvern innistæðueiganda, en þeir eru um 200.000 talsins.
Landsbankinn hafði heimild samkvæmt ákvæðum EES-samnings til þess að opna útibú í öðrum löndum. Ábyrgð Tryggingarsjóðs leiðir af lögum um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta.
Ábyrgð vegna Icesave-reikninganna er byggð á sérstökum reglum [European passport scheme] þar sem reikningseigendur þurfa fyrst að krefjast greiðslna frá tryggingarsjóði upprunalandsins, þ.e lands viðkomandi viðskiptabanka. |
4