Sparisjóðsstjórar sem haft var samband við eru almennt frekar jákvæðir gagnvart neyðarlögum um fjármálamarkaðinn sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrakvöld. Of snemmt sé þó að segja til um hvaða áhrif lögin muni hafi.

Sparisjóðsstjórar sem haft var samband við eru almennt frekar jákvæðir gagnvart neyðarlögum um fjármálamarkaðinn sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrakvöld. Of snemmt sé þó að segja til um hvaða áhrif lögin muni hafi. Samkvæmt þeim fær fjármálaráðherra heimild til að leggja sparisjóði til fjárhæð til að geta tryggt sparisjóðastarfsemina í landinu.

Ragnar Zophanías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs, segir að sér sýnist lögin vera nokkuð hliðholl sparisjóðunum. Þá segir Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Bolungarvíkur, að lögin séu í sjálfu sér viðurkenning á því að sparisjóðir eigi að fá að starfa áfram. Ólafur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Siglufjarðar, segir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til séu allar í rétta átt.