Það hefur óneitanlega læðst að manni viss geigur að undanförnu. Ég er ekki týpan sem fegrar hlutina heldur tala um þá eins og þeir eru. Það er fín lína á milli þess að detta í bölmóð og þess að vilja halda í vonina án þess að sjá vandann.

Það hefur óneitanlega læðst að manni viss geigur að undanförnu. Ég er ekki týpan sem fegrar hlutina heldur tala um þá eins og þeir eru. Það er fín lína á milli þess að detta í bölmóð og þess að vilja halda í vonina án þess að sjá vandann.

Hjá mér er línan einfaldlega þessi: það hefur verið ferlega skítt að sjá afborganir lána fyrir grunnþörfum (þaki yfir höfuðið) hækka geigvænlega í hverjum mánuði. Það var löngu orðið tímabært að sporna við fæti áður en við soguðumst ofan í skuldafenið.

Grunnþarfir mannnsins eru andleg næring í formi náinna tengsla, líkamleg næring, föt og þak yfir höfuðið til skjóls. Ég set tengsl í fyrsta sæti og þau eru ókeypis.

Um leið og við lítum dagsins ljós erum við upp á aðra komin. Ef við stæðum alltaf alein myndum við fljótlega missa lífsneistann og veslast upp. Þegar á bjátar er lífsnauðsynlegt að finna umhyggju og velvild annars fólks, sér í lagi þeirra sem skipta okkur máli. Þetta finna allir einhvern tíma á eigin skinni eða eiga það eftir, t.d. ef heilsan þverr.

Þá heyrist oft að þeir sem standa okkur næst séu það dýrmætasta í lífinu, fyrir utan góða heilsu.

Þegar tilvistarskjálftar ríða yfir, hvort sem það er heilsubrestur eða efnhagsóáran, þurfum við öll að hafa fast land undir fótum og það finnum við í samhygð, samstöðu og náungakærleik. Munum það.