Kobe Bryant, LA Lakers.
Kobe Bryant, LA Lakers.
EIGENDUR Los Angeles Lakers sjá ekki mikil merki um kreppuástand hjá ársmiðahöfum félagsins. Um 99% þeirra sem voru með ársmiða í fyrra hafa endurnýjað miða sína fyrir næsta tímabil sem hefst í nóvember. Það kostar um 250.000 kr.

EIGENDUR Los Angeles Lakers sjá ekki mikil merki um kreppuástand hjá ársmiðahöfum félagsins. Um 99% þeirra sem voru með ársmiða í fyrra hafa endurnýjað miða sína fyrir næsta tímabil sem hefst í nóvember. Það kostar um 250.000 kr. á leik fyrir ársmiðahafa sem vilja sitja við hliðarlínuna á heimaleikjum Lakers og er það 10% hækkun frá síðustu leiktíð. Þeir sem kjósa að sitja fyrir aftan körfurnar á leikjum Lakers þurfa að greiða um 25.000 kr. fyrir hvern leik.

Ef litið er yfir öll 30 lið NBA-deildarinnar þá hafa um 80% þeirra sem voru með ársmiða í fyrra endurnýjað þá.

Steve Nash, leikmaður NBA-liðsins Phoenix Suns, hefur sagt forráðamönnum liðsins að hann vilji leika með liðinu næstu fjögur árin. Núgildandi samningur Nash rennur út eftir tvö ár en leikstjórnandinn frá Kanada er 34 ára gamall og hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Ef áætlanir Nash ganga eftir verður hann 38 ára gamall þegar samningur hans rennur út en hann fær um 1,3 milljarða kr. laun frá félaginu á næsta ári.