Eiginfjárhlutfall fjárfestingarfélagsins Exista er orðið neikvætt eftir 217 milljarða króna tap félagsins á sölu hlutar félagsins í Sampo, samkvæmt heimildum 24 stunda. Lágmarks eiginfjárhlutfall samkvæmt Fjármálaeftirlitinu er átta prósent.

Eiginfjárhlutfall fjárfestingarfélagsins Exista er orðið neikvætt eftir 217 milljarða króna tap félagsins á sölu hlutar félagsins í Sampo, samkvæmt heimildum 24 stunda.

Lágmarks eiginfjárhlutfall samkvæmt Fjármálaeftirlitinu er átta prósent. Ef því marki er ekki náð teljast félög tæknilega gjaldþrota. Fjármálaeftirlitið vildi ekki tjá sig um stöðu Exista þegar 24 stundir leituðu eftir því í gærkvöldi.

Exista á Vátryggingafélag Íslands, Símann og Lýsingu að fullu, auk 40 prósenta hlutar í Bakkavör, 25 prósenta hlutar í Kaupþingi og 8,7 prósenta hlutar í Storebrand.

Munu bókfæra tap upp á 1,4 milljarða evra

Vegna sölunnar á hlut sínum í Sampo mun Exista bókfæra tap upp á 1,4 milljarða evra á fjórða ársfjórðungi. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu munu viðskiptin leiða til þess að skuldir Exista lækka um 1,3 milljarða evra.

Hlutur Exista í Storebrand hefur hríðfallið að undanförnu. Gengi á hlut í Storebrand var bókfært á 71 í hálfsársuppgjöri Kaupþings en markaðsvirði hans var 23 í gær.

þsj/mh