[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Snobbmamman Victoria Beckham hefur fundið lykilinn að góðri húðumhirðu í formi krems gerðu úr fuglaskít. Bólurnar hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Eftir Viggó I. Jónasson

viggo@24stundir.is

Fyrrum Kryddpían, Victoria Beckham hefur fundið lykilinn að lýtalausri húð í formi austurlenskrar meðferðar sem nefnist Geisha Facials. „Þegar Victoria var nýverið í Japan þá dáðist hún að því hvað heimakonur höfðu fína húð og komst að því að það var þessum andlitsmeðferðum að þakka,“ sagði ónefndur heimildarmaður tímaritsins Closer.

„Hún heillaðist af þessu og þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna sá hún að nokkrar snyrtistofur í New York voru farnar að bjóða upp á þessa meðferð. Hún prófaði þetta og elskaði hvaða áhrif meðferðin hafði á húð hennar.“

Þessi andlitsmeðferð felst í því að kremi, sem gert er úr skít næturgala, er nuddað á andlitið og kostar hver meðferð um 100 pund.

Victoria hefur löngum sagt að hún glími við það hvimleiða vandamál að fá reglulega bólur og hún þakkar þessari afar sérstöku meðferð fyrir að vera nú komin með fyrsta flokks húð.