HÆTT var leit að íslenskri konu í Færeyjum sökum myrkurs í gærkvöldi, en færeyska lögreglan lýsti eftir henni í gærdag. Leit hófst eftir að bíll, sem konan var með á leigu, fannst mannlaus í Vestmanna.

HÆTT var leit að íslenskri konu í Færeyjum sökum myrkurs í gærkvöldi, en færeyska lögreglan lýsti eftir henni í gærdag. Leit hófst eftir að bíll, sem konan var með á leigu, fannst mannlaus í Vestmanna. Þá átti konan pantað flug frá Færeyjum í fyrradag en mætti ekki.

Ekkert hefur til konunnar spurst frá því á laugardag. Lögreglu- og slökkviliðsmenn, leitarhundar, bátur og þyrla tóku þátt í leitinni í gær.

Að sögn lögreglunnar í Færeyjum er um að ræða 61 árs gamla konu, sem kom til Færeyja á föstudag.