Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í Iðnó í gær að í yfirstandandi fjármálakreppu hefðu gamlir vinir ekki getað orðið að liði og því þyrfti að leita að nýjum vinum.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í Iðnó í gær að í yfirstandandi fjármálakreppu hefðu gamlir vinir ekki getað orðið að liði og því þyrfti að leita að nýjum vinum. Þetta sagði hann þegar hann útskýrði það hvers vegna íslenska ríkisstjórnin leitaði nú á náðir Rússa eftir neyðarláni.

Lánið sem um ræðir er upp á fjóra milljarða evra. Gengi evru gagnvart krónu var rúmar 136 krónur og samkvæmt því jafngildir lánið um 544 milljörðum króna.

Í upphafi dags tilkynnti Seðlabankinn að samningar hefðu náðst við rússnesk yfirvöld um þessa lánafyrirgreiðslu, en það var síðan borið til baka. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og Seðlabankans munu hins vegar vera á leiðinni til Rússlands á næstu dögum til þess að semja um hana. elias@24stundir.is