Margrét gefur lesendum uppskrift að góðum fiskrétti sem einfalt er að útbúa og auðvitað má frysta afganginn. Hún bendir lesendum þó á að láta það alveg vera að frysta hrísgrjónin. „Hrísgrjónin þarf að skola vel áður en þau eru elduð og síðan þarf að henda afgangnum ef ekki hefur tekist að áætla magnið rétt því þau þola illa frystingu.“
*2 stórir laukar
*2 epli
*2 bananar
*2 paprikur
*½ tsk. garam-masala
*½ tsk. engifer
*1-2 msk. karrí
*50-70 g smjör eða olía
*1 tsk. salt
Á meðan eru ávextirnir og grænmetið skorið niður, feitin sett á pönnuna
og kryddið látið krauma í feitinni (passið að brenna ekki), grænmetið og ávextirnir settir út í og léttsteikt. Sett yfir fiskinn og bakað áfram í ca. 15 mín. Borið fram með hrísgrjónum eða salati.