ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tapaði með einu marki, 1:0, fyrir Frökkum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evróðumótsins í knattspyrnu, en riðillinn er leikinn á Ítalíu.
Frakkar gerðu eina mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og má því segja að markið hafi komið á síðustu stundu.
Frakkar voru meira með boltann en íslenska liðið veitti fá sem engin færi á sér í leiknum og hélt franska liðinu í skefjum með góðri baráttu og sterkum varnarleik.
Allt stefndi því í markalaust jafntefli, en Frakkar náðu að skora á síðustu stundu og íslenska liði náði aðeins að taka miðjuna áður en flautað var til leiksloka.
Íslenska liðið er í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Aserbaídsjan og komast tvær efstu þjóðirnar áfram í milliriðil.
Næsti leikur hjá íslensku stúlkunum er á morgun en þá mætir liðið Ítalíu og síðan Aserbaídsjan á sunnudaginn.
skuli@mbl.is