ÞANN 30. september síðastliðinn var sýningin Underbarn opnuð á Nordiska museet í Stokkhólmi.
ÞANN 30. september síðastliðinn var sýningin Underbarn opnuð á Nordiska museet í Stokkhólmi. Á sýningunni má sjá myndir bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark, sem hún tók af fötluðum börnum í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási veturinn 2006-2007. Mark tók virkan þátt í skólastarfinu og fór með börnunum í sund og út í frímínútur.
Sýningin er tileinkuð lífi og starfi fatlaðra barna á Íslandi og var fyrst opnuð á Þjóðminjasafni Íslands fyrir rúmu ári.