[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á kreppufundi norska meistaraliðsins Brann í gærkvöld var tilkynnt að þjálfarinn Mons Ivar Mjelde muni hætta þjálfun liðsins eftir tímabilið. Mjelde tók við liðinu árið 2003 og undir hans stjórn varð það meistari á síðustu leiktíð.

Á kreppufundi norska meistaraliðsins Brann í gærkvöld var tilkynnt að þjálfarinn Mons Ivar Mjelde muni hætta þjálfun liðsins eftir tímabilið. Mjelde tók við liðinu árið 2003 og undir hans stjórn varð það meistari á síðustu leiktíð. Ekki hefur Brann-liðinu vegnað sem skyldi á yfirstandandi leiktíð og eftir tap þess gegn Molde í fyrrakvöld funduðu forráðamenn Brann stíft í gær og komust að þeirri niðurstöðu að nýr þjálfari tæki við fyrir næsta tímabil.

Fimm Íslendingar eru á mála hjá Brann , Kristján Örn Sigurðsson , Ólafur Örn Bjarnason , Birkir Már Sævarsson , Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson . Brann er í áttunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, er 19 stigum á eftir toppliði Stabæk .

Jaliesky Garcia skoraði þrjú mörk og var í tvígang rekinn af leikvelli í tvær mínútur þegar Göppingen tapaði fyrir Magdeburg , 28:24, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þetta var fyrsta tap Göppingen á leiktíðinni en liðið er nú í 5. sæti með 11 stig eftir 7 leiki, tveimur stigum á eftir Lemgo og Kiel .

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel , gat ekki tekið franska handknattleiksmanninn Nikola Karabatic með til Noregs í gær þegar liðið hélt þangað til þess að mæta Drammen í meistaradeild EVRÓPU í handknattleik. Karabatic hefur ekki jafnað sig að fullu af meiðslum í olboga sem hafa plagað hann því á Ólympíuleikunum.

M artin Skrtel miðvörðurinn sterki hjá Liverpool þarf ekki að gangast undir aðgerð á hné eins og óttast var. Skrtel meiddist í leik Liverpool gegn Manchester City á sunnudaginn og var í fyrstu talið að krossband hefði slitnað en eftir skoðun hjá sérfræðingi í gær kom í ljós að ekki þarf að framkvæma aðgerð og sérfræðingurinn telur að Slóvakinn geti byrjað að spila aftur um jólaleytið.

Pólski handknattleiksmaðurinn og liðsfélagi Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá þýska liðinu Rhein Neckar Löwen , Grzegorz Tkaczyk , hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Tkaczyk, sem er 27 ára, segist vilja einbeita sér að því að leika fyrir RN Löwen sem ekki hefur farið vel af stað í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð.