Saga og VBS hafa frestað viðræðum.
Saga og VBS hafa frestað viðræðum.
VBS fjárfestingarbanki og Saga Capital hafa frestað ótímabundið viðræðum um samruna. „Gríðarlegt óvissuástand og hratt versnandi aðstæður eru ástæðan,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital.

VBS fjárfestingarbanki og Saga Capital hafa frestað ótímabundið viðræðum um samruna. „Gríðarlegt óvissuástand og hratt versnandi aðstæður eru ástæðan,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Þorvaldur segir mikilvægt að fara sér hægt um þessar mundir og slá öllum stefnumótandi ákvörðunum á frest.

Viðræður hafa staðið á milli VBS og Saga Capital undanfarnar þrjár vikur. „Þegar útsýnið er mjög tæpt þá tekur maður engar stórar ákvarðanir,“ segir Þorvaldur. Hann segir framtíðarhorfur Saga Capital ágætar. „Við höfum farið af stað með ákaflega litla skuldsetningu og eiginfjárgrunnur okkar er mjög sterkur.“ Saga Capital er með 55% eiginfjárhlutfall, en lögbundið eiginfjárhlutfall er 8%.

„Rekstraráhætta á félaginu er tvímælalaust lágmörkuð. Við ákváðum að draga úr skuldsetningu og klæða af okkur þau illviðri sem við kynnum að verða fyrir,“ segir Þorvaldur. Jón Þórisson, forstjóri VBS, segir að ákvörðun um frestun hafi verið sameiginleg. „Þetta er vegna óvissu á mörkuðum. Menn sáu ekki ástæðu til að slíta viðræðum alveg heldur fresta þeim,“ segir Jón. thorbjorn@mbl.is