LANDSBANKINN hefur ásamt Kaupþingi og fleiri bönkum haft umsjón með fjármögnun fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Eftir því sem næst verður komist er sú fjármögnun tryggð, þó að ekki hafi tekist að ná í forsvarsmenn Landsbankans og Norðuráls í gær til að fá það staðfest. Um 70-80 milljarða króna framkvæmd er að ræða.
Yfirlýsing frá Century
Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum, sendi í fyrrakvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að lánalínur til handa fyrirtækinu hafi verið tryggðar vegna verkefna þess á Íslandi, þar á meðal 30 milljónir dollara, jafnvirði um þriggja milljarða króna samkvæmt viðmiðunargengi Seðlabankans, sem átti að útvega í þessari viku. Sú fjárhæð sé tryggð samkvæmt loforði íslenskra stjórnvalda um tryggingu innistæðna í íslensku bönkunum.Í yfirlýsingu Century segir ennfremur að framkvæmdir í Helguvík séu á áætlun. Haft er eftir Logan Kruger, forstjóra félagsins, að það hafi enn fulla trú á verkefninu í Helguvík. Áfram verði fylgst náið með á Íslandi. bjb@mbl.is
Í hnotskurn
»Í slenskir bankar hafa komið að fjármögnun álversins í Helguvík.» Óvissa ríkir um aðkomu Landsbankans að því verkefni eftir að hann varð ríkisbanki.