Kreppa Veita á Barclays aðstoð.
Kreppa Veita á Barclays aðstoð.
Ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, hyggst veita sem nemur allt að 8.750 milljörðum íslenskra króna inn í breska fjármálakerfið, samkvæmt björgunaráætlun sem kynnt verður í dag, að því er fram kom á vef Financial Times í gær.

Ríkisstjórn Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, hyggst veita sem nemur allt að 8.750 milljörðum íslenskra króna inn í breska fjármálakerfið, samkvæmt björgunaráætlun sem kynnt verður í dag, að því er fram kom á vef Financial Times í gær. Þar sagði að talið væri að fénu yrði varið til kaupa á hlut í bönkunum Royal Bank of Scotland, Barclays og Lloyds TSB, upphæð sem jafngildir frá 245.000 til 350.000 krónum á hvert mannsbarn í Bretlandi, eftir því hvort stjórnin ver 6.125 eða 8.750 milljörðum í þessum tilgangi. Segir blaðið að hærri upphæðin muni jafngilda tvöföldun í opinberum lántökum í Bretlandi í ár.

Á sama tíma samþykktu fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna að aðildarríkin hefðu svigrúm til að bregðast með eigin hætti við kreppunni, þótt ekki hefði náðst samstaða um hversu háar tryggingar á sparifjárinnistæðum almennings ættu að vera. baldura@mbl.is